Tyrkland er komið með annan fótinn í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa unnið Ungverjaland, 3-1, í Istanbúl í kvöld. Georgía mun þá að öllum líkindum spila áfram í B-deildinni.
Miðjumaðurinn sterki Orkan Kokcu kom Tyrkjum í forystu gegn Ungverjum á 9. mínútu leiksins en Andras Schafer jafnaði rúmum fimmtán mínútum síðar.
Kerem Akturkoglu, einn besti maður Tyrkja, kom síðan sterkur inn í síðari. Hann skoraði á 69. mínútu og lagði upp þriðja markið fyrir Irfan Can Kahveci nokkrum mínútum síðar.
Seinni leikurinn er spilaður í Búdapest en sigurvegara einvígisins spilar í A-deild í næstu Þjóðadeild.
Georgíumenn voru ekki í neinum vandræðum með Armeníu er þjóðirnar áttust við í Yerevan, höfuðborg Armeníu.
Georges Mikautadze, sjóðandi heitur framherji Lyon í Frakklandi, skoraði tvö og Giorgi Kochorashvili eitt.
Georgía í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem er spilaður í Tibilisi á sunnudag.
Úrslit og markaskorarar:
Armenía 0 - 3 Georgía
0-1 Giorgi Kochorashvili ('33 )
0-2 Georges Mikautadze ('37 )
0-3 Georges Mikautadze ('59 )
Tyrkland 3 - 1 Ungverjaland
1-0 Orkun Kokcu ('9 )
1-1 Andras Schafer ('25 )
2-1 Kerem Akturkoglu ('69 )
3-1 Irfan Can Kahveci ('73 )
Athugasemdir