Kantmaðurinn ungi Lamine Yamal telur Barcelona vera sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í ár eftir að Liverpool var slegið út á heimavelli gegn Paris Saint-Germain.
Barcelona mætir Borussia Dortmund í 8-liða úrslitum og spilar svo annað hvort við Inter eða FC Bayern með sigri þar. Takist Real Madrid að sigra sína leiki gætu þessir spænsku erkifjendur mæst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2025.
„Við erum líklegastir til að sigra Meistaradeildina eftir að Liverpool datt út. Við erum ekki hræddir við neina andstæðinga, við erum stór fjölskylda. Við erum ekki lengur sama lið sem mætti PSG í fyrra," sagði Yamal, en Barca datt út í 8-liða úrslitunum í fyrra þrátt fyrir sigur í fyrri leiknum í Frakklandi.
„Við erum fullir sjálfstraust og ef við mætum Real Madrid í úrslitaleiknum þá verður það áhugavert. Við erum liðið sem getur skaðað Real Madrid hvað mest, og þeir eru liðið sem getur gert það við okkur."
Athugasemdir