Leicester City tekur á móti Liverpool á King Power leikvanginum í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:30 í dag.
Liverpool á góðan möguleika að setja níu fingur á titilinn með sigri í dag.
Tapi Leicester stigum í dag fellur það niður í B-deildina.
Kostas Tsimikas er í vinstri bakverðinum í dag og þá er Conor Bradley hægra megin. Cody Gakpo er þá í sókninni með Luis Díaz og Mohamed Salah.
Trent Alexander-Arnold er kominn til baka úr meiðslum, en hann tekur sér sæti á bekknum í dag.
Leicester: Hermansen; Ricardo Pereira, Faes, Coady, Thomas; Ndidi, Soumaré; De Cordova-Reid, El Khannouss, Mavididi; Vardy
Liverpool: Alisson; Bradley, Konaté, Van Dijk, Tsimikas; Gravenberch, Mac Allister; Salah, Szoboszlai, Luis Díaz; Gakpo.
Athugasemdir