„Við bárum of mikla virðingu fyrir þeim", sagði Róbert Haraldsson þjálfari Grindavíkur eftir 4-1 tap gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar í dag.
„Það var smá hræðsla í gangi eftir tapið gegn ÍBV í síðustu umferð og við fengum á okkur þrjú mörk í fyrri hálfleiknum sem var ekki nógu gott", sagði Róbert aðspurður út í það hvað fór úrskeyðis.
„Í hálfleiksræðunni sagði ég þeim að hætta að bera svona mikla virðingu fyrir þeim og við komum sterkari inn í seinni hálfleikinn. Við fórum að klára manninn og settum auðvitað mark þarna strax í byrjun sem var flott og náðum að gera þetta aftur að leik".
Grindavík fengu á sig víti strax eftir að hafa skoraði snemma í seinni hálfleiknum og telur Róbert að það hafi drepið leikinn endanlega niður.
„Við fáum síðan strax á okkur víti eftir markið okkar sem að drap leikinn endanlega niður. En ég var sáttur með baráttuna í seinni hálfleiknum."
Róbert telur að að sitt lið hefði ekki fengið víti fyrir sama brot og Stjarnan fékk og taldi að dómarinn hafi einnig boruð of mikla virðingu fyrir Stjörnunni.
„Ég held að við hefðum ekki fengið dæmt víti á þetta. Eins og ég segi þá hættum við að bera virðingu fyrir þeim í seinni hálfleiknum en dómarinn fannst mér bera full mikla virðingu fyrir stóra liðinu í dag".
Eftir leikinn er Grindavík með 6 stig í 6. sæti deildarinnar.
Athugasemdir
























