Leiknismenn unnu góðan 1-2 útisigur á Haukum í kvöld sem kemur Leiknismönnum í 12 stig í 5. sæti Inkasso deildarinnar.
Lestu um leikinn: Haukar 1 - 2 Leiknir R.
Stefán Gíslason þjálfari Leiknismanna var að vonum sáttur með sína menn eftir leikinn í kvöld.
„Ég er mjög sáttur, mikið hrós á strákanna. Við áttum mikið af færum og hefðum getað skorað meira. Þetta var bara ljúfur sigur.“
Leiknismenn eru núna í 5. sæti deildarinnar en þeir setja stefnunna hærra.
„Við viljum vera í efri hlutanum, við höfum fengið slæm úrslit í seinustu tveim leikjum. Við sýndum flottan karakter í dag og uppskárum eftir því.“
Það er eitthvað um meiðsli í herbúðum Leiknismanna, en Nacho Heras og Árni Elvar voru utan hóps í dag auk þess sem að Ingólfur Sigurðsson er að glíma við einhver smávægileg meiðsli.
„Þeir eru meiddir eitthvað lítilega en við erum með breiðan og góðan hóp. Það var mjög ungt lið sem spilaði í dag og það er gaman að sjá hvernig þeir leystu verkefnið hér í kvöld.“
Athugasemdir