Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 20. júní 2022 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deildin: Magnaður nýliðaslagur
Gummi Magg skoraði þrennu og er núna markahæstur í deildinni ásamt Ísak Snæ.
Gummi Magg skoraði þrennu og er núna markahæstur í deildinni ásamt Ísak Snæ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Rúnar gerði tvö.
Andri Rúnar gerði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Alex Freyr fagnar jöfnunarmarki ÍBV.
Alex Freyr fagnar jöfnunarmarki ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Algjörlega magnaður leikur. Þessi mynd var tekin áður en flautað var til leiks á nýja Framvellinum.
Algjörlega magnaður leikur. Þessi mynd var tekin áður en flautað var til leiks á nýja Framvellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 3 - 3 ÍBV
0-1 Andri Rúnar Bjarnason ('2 , víti)
1-1 Guðmundur Magnússon ('3 )
1-2 Andri Rúnar Bjarnason ('22 )
2-2 Guðmundur Magnússon ('39 , víti)
3-2 Guðmundur Magnússon ('50 )
3-3 Alex Freyr Hilmarsson ('61 )
Lestu um leikinn

Það var algjörlega magnaður leikur að klárast í Bestu deildinni. Karlalið Fram lék í fyrsta sinn á nýjum heimavelli sínum er þeir tóku á móti ÍBV í nýliðaslag.

Fyrsti leikurinn á nýja heimavellinum fór fram á laugardag er kvennalið Fram vann 3-2 sigur gegn KH í 2. deild kvenna. Félagið er búið að bíða lengi eftir þessari stund, að spila fótbolta á þessu nýja svæði sínu í Úlfarsárdal. Nýr heimavöllur félagsins er stórglæsilegur og tekur 1600 manns í sæti.

Fyrsti leikurinn í Bestu deildinni á þessum nýja velli fór fram í dag og byrjaði hann ótrúlega. Það komu tvö mörk strax á fyrstu þremur mínútunum. Andri Rúnar Bjarnason kom ÍBV yfir eftir tvær mínútur með marki úr vítaspyrnu en Guðmundur Magnússon, sem hefur verið sjóðandi heitur í sumar, jafnaði metin um leið.

Þetta var bara byrjunin á stórskemmtilegum leik.



Vestamanneyingar voru á botninum fyrir leik en tölfræðin gefur til kynna að þeir eigi að vera ofar. Þeir komust aftur yfir þegar Andri Rúnar, sem hefur ekki byrjað tímabilið nægilega vel, gerði sitt annað mark á 22. mínútu. „Baulað í stúkunni, menn vildi fá rangstöðu. Mér sýndist Andri vera fyrir innan og bjóst við að sjá flaggið á loft en það gerðist ekki!” skrifaði Elvar Geir Magnússon í beinni textalýsingu um annað mark ÍBV. Í ljós kom að Þórir Guðjónsson, leikmaður Fram, hafði tognað og setið eftir. Því hafi Andri verið réttstæður.

Seint í fyrri hálfleiknum jafnaði Fram aftur, og aftur var það Gummi Magg sem skoraði, en í þetta skiptið af vítapunktinum.

Guðmundur jafnaði svo Ísak Snæ Þorvaldsson úr Breiðabliki yfir markahæstu leikmenn deildarinnar þegar hann gerði þriðja mark Fram í upphafi seinni hálfleiks. „Flott sókn frá Fram og Gummi Magg skorar með bringunni af stuttu færi! Hugglega gert,” skrifaði Elvar þegar Gummi fullkomnaði þrennu sína.



Fjörið var ekki búið því Eyjamenn jöfnuðu metin tæpum tíu mínútum síðar er Alex Freyr Hilmarsson kom boltanum í netið. Stuttu eftir það fékk Andri Rúnar tækifæri til að gera þriðja mark sitt en hann setti boltann í stöngina.

Bæði lið hótuðu því að gera sigurmark, en þurftu að sætta sig við jafnteflið að lokum.

ÍBV er áfram á botninum með fjögur stig en Fram er með sex stigum meira í áttunda sæti. ÍBV hefur ekki enn tekist að vinna leik í fyrstu tíu umferðunum.

Beinar textalýsingar:
19:15 Breiðablik - KA
19:15 Stjarnan - KR
Athugasemdir
banner
banner
banner