Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. júní 2022 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Jong ráðlagt að fara ekki til Man Utd
Frenkie de Jong.
Frenkie de Jong.
Mynd: Getty Images
Það virðist alltaf verða að sögunni endalausu þegar Manchester United reynir að kaupa leikmann.

Núna er félagið að vinna í því að kaupa Frenkie de Jong, miðjumann frá Barcelona. Það gengur hægt að komast að samkomulagi við Börsunga um kaupverð.

Það hafa verið fréttir um það síðustu daga að Erik ten Hag, nýr stjóri Man Utd, sé búinn að sannfæra De Jong um að koma til United. Ten Hag og De Jong unnu saman hjá Ajax og nutu þess vel.

En núna segir Mundo Deportivo frá því að fjölskylda og vinir De Jong séu að reyna að sannfæra hann um að fara ekki til Man Utd. Þau eru að ráðleggja honum að fara aðeins frá Barcelona í lið sem er í Meistaradeildinni.

Hvort De Jong hlusti er annað mál.

United leikur í Evrópudeildinni á næstu leiktíð eftir að hafa endað í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Síðasta tímabil var skelfilegt fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner