Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 20. júní 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Manchester United 'vibe' yfir FH
FH hefur ekki unnið stóran titil frá 2016.
FH hefur ekki unnið stóran titil frá 2016.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Man Utd hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan 2013.
Man Utd hefur ekki unnið ensku úrvalsdeildina síðan 2013.
Mynd: EPA
Úr leik hjá FH í sumar.
Úr leik hjá FH í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Síðan Heimir Guðjónsson var rekinn árið 2017, þá hefur árangur FH ekki verið upp á marga fiska. Liðið hefur ekki unnið stóran titil síðan Heimir var með liðið.

Í gær var Eiður Smári Guðjohnsen ráðinn þjálfari FH og hann fær það verkefni núna að byggja eitthvað þarna upp, eitthvað sem hefur vantað síðustu ár.

Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson voru látnir taka poka sinn eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Leikni á fimmtudag en liðið situr í níunda sæti Bestu deildarinnar með átta stig eftir fyrstu níu leikina.

Leikmannamál félagsins hafa verið athyglisverð síðustu ár eins og farið var yfir í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Þetta er rosa mikið bara eitthvað,” sagði Tómas Þór Þórðarson og var Sverrir Mar Smárason sammála því. „Það er rosa lítið plan í gangi, bæði hvað varðar þjálfara og leikmennirnir sem eru fengnir.”

„Ég taldi upp átta leikmenn. Heyrðirðu einhvern miðvörð? Nei, er það ekki spes? Ég fíla það ef menn finna ekki rétta manninn, ekki fá þér bara eitthvað… fáðu eitthvað sem þú ert nokkuð viss um að muni ganga upp, en ekki samt bara sleppa því. Þú ert með miðjumennina tvo úr Breiðabliki sem miðverði, ég er búinn að segja það fyrir löngu að þetta er ekki að fara að ganga. Ekki með tvo miðjumenn,” sagði Tómas.

Frá 2000 til 2016 var FH sigursælasta félag landsins en núna eru breyttir tímar.

„Það er kannski ósanngjarnt að segja að þetta sé ólíkt því sem var að gerast á gullaldarskeiðinu þeirra. Þar voru þeir með einhverja 8-12 uppalda leikmenn eða höfðu verið þarna lengi og voru orðnir miklir FH-ingar… og það skipti reyndar engu máli hver kom svo þarna inn. Mistökin voru svo fá.”

„Núna eru þeir í vondum spíral eftir að hafa sett svo mikinn standard,” sagði Tómas. „Þeir gátu ekki stigið feilspor. Mér finnst svona Manchester United andi yfir þeim. Þetta ótrúlega stöðuga fraktskip er að velta á hliðina. Ég á erfitt með að horfa á þetta.”

Ekki lélegur samanburður en það er hægt að hlusta á alla umræðuna hér fyrir neðan.
Útvarpsþátturinn - Hannes, Besta-deildin og Lengjudeildin
Athugasemdir
banner
banner