mán 20. júní 2022 14:30
Elvar Geir Magnússon
Marina Granovskaia yfirgefur Chelsea
Marina Granovskaia.
Marina Granovskaia.
Mynd: Getty Images
Telegraph greinir frá því að Marina Granovskaia láti af störfum hjá Chelsea en miklar breytingar eru að eiga sér stað bak við tjöldin hjá félaginu eftir yfirtöku Todd Boehly.

Marina hefur verið framkvæmdastjóri og í algjöru lykilhlutverki í leikmannakaupum og samningaviðræðum undir Roman Abramovich.

Hún hefur verið í stöðu framkvæmdastjóra síðan 2013 og er ekki mikið í sviðsljósinu. Hún kom til London 2003, þegar Abramovich keypti Chelsea.

Í morgun var það staðfest að Bruce Buck hættir sem stjórnarformaður en búist er við því að Boehly sjálfur taki að sér það hlutverk.

Sjá einnig:
Konan sem stýrir bak við tjöldin hjá Chelsea: Lætur menn heyra það og vinnur allan sólarhringinn
Athugasemdir
banner
banner