Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   mán 20. júní 2022 11:13
Elvar Geir Magnússon
Nayef Aguerd til West Ham (Staðfest)
Mynd: EPA
West Ham hefur gengið frá kaupum á marokkóska varnarmanninum Nayef Aguerd frá franska félaginu Rennes á 30 milljónir punda.

Aguerd er 26 ára og hefur leikið 25 landsleiki fyrir Marokkó.

„Ég var mjög spenntur þegar ég heyrði af áhuga West Ham. Ég vissi að ég þyrfti að fara í ensku úrvalsdeildina, þetta er draumur allra leikmanna," segir Aguerd.

Hann er fjórði dýrasti leikmaður í sögu West Ham, á eftir Sebastien Haller, Felipe Anderson og Kurt Zouma.


Athugasemdir
banner
banner