Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. júní 2022 10:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingar spenntir fyrir verkefninu - „Ætla að vona allir haldi með okkur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur mætir eistnesku meisturunum Levadia Tallinn á morgun í forkeppni Meistaradeildarinnar. Liðin spila um sæti í úrsltialeik í fjögurra liða umspili um sæti í fyrstu umferð forkeppninnar.

Í hinu einvíginu mætast meistararnir frá San Marínó, La Flora, og Inter d'Escaldes, meistarnir frá Andorra.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við Fótbolta.net fyrir helgi og var spurður út í komandi leik við Levadia. Allir leikirnir í þessu fjögurra liða umspili fara fram á Víkingsvelli.

„Það er mjög mikil spenna í Víkinni, við vitum alveg hversu stór ábyrgð þetta er fyrir okkur. Ég ætla að vona allir haldi með okkur, ég held með Blikunum og ég held með KR í þeirra Evrópuævintýri því það er hrikalega mikilvægt að ná þessu blessaða sæti aftur. Við erum að fara spila á móti hörkuliði, þetta er 50:50 leikur. Þeir eru meistarar í sínu landi og liðið sem var í 2. sæti komst í riðlakeppni í Sambandsdeildinni í fyrra - bara svo menn átti sig á því hversu erfitt þetta er. [Levadia og Flora Tallin] eru tvö langbestu liðin í Eistlandi," sagði Arnar. Eins og staðan er á Íslandi núna eru einungis þrjú lið sem fara í Evrópu.

„Vonandi hjálpar heimavöllurinn okkur mikið. Við verðum að sýna kraftmikinn leik til að eiga möguleika. Við vitum svo hvað er að bíða okkar ef við komumst áfram úr þessu mini-móti. Ég held það þurfi voðalega lítið að mótivera leikmenn fyrir þetta, snýst aðallega um einbeitingu því þú mátt í Bestu deildinni gera ein mistök og getur komist upp með það en í Evrópu þá er þér bara refsað og ert úr leik. Á þriðjudaginn þurfa menn að læra fljótt hvað er að virka og hvað er ekki að virka í þessum Evrópuleikjum."

Pablo Punyed fór meiddur af velli snemma leiks gegn ÍBV í síðustu viku. Gæti hann spilað á morgun?

„Ég er ekkert alltof bjartsýnn á það. Hann verður skoðaður á morgun [föstudag] almennilega. Ef þetta er tognun þá er það ekki séns en vonandi kom hann út af nógu snemma svo að við höfum komið í veg fyrir meiri skaða en hann þarf að fá 2-3 hörkuæfingar fyrir hausinn á sjálfum sér til þess að sjá hvort hann verði heill eða ekki. Auðvitað gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að láta hann spila," sagði Arnar.

þriðjudagur 21. júní
Forkeppni Meistaradeildar karla
13:00 La Fiorita-Inter Escaldes (Víkingsvöllur)
19:30 Levadia Tallinn-Víkingur R. (Víkingsvöllur)
„Mjög skrítið að segja eftir 3-0 sigur að markmaðurinn okkar var langbesti maður liðsins"
Athugasemdir
banner
banner