Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 20. júní 2024 16:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Liverpool setur verðmiða á Kelleher
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur sett 25 milljóna punda verðmiða á varamarkvörð liðsins, Caoimhin Kelleher. Það er Mirror sem greinir frá.

Kelleher er einn besti varamarkvörður ensku úrvalsdeildarinnar og hefur staðið sig með prýði þegar Liverpool hefur þurft á honum að halda í fjarveru Alisson.

Kelleher vill spila meira en hann hefur fengið að gera, vill vera aðalmarkvörður og hefur landsliðsþjálfari Íra kallað eftir því að Kelleher fari annað til þess að fá meiri spiltíma.

Kelleher er 25 ára og á að baki 14 landsleiki. Hann hefur alls leikið 47 leiki fyrir Liverpool og þar af eru fimmtán deildarleikir. Hann er fæddur í Cork á Írlandi og kom til Liverpool frá Ringmahon Rangers árið 2015.

Kelleher hefur verið orðaður við Wolves, Brentford og Celtic á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner