Barca vill Dani Olmo - Crystal Palace að bjóða í Smith Rowe - Sergi Roberto vill enska boltann - Newcastle spyrst fyrir um Madueke
   fim 20. júní 2024 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Myndir: Andlitsgríma Kylian Mbappé í frönsku litunum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Franska stórstjarnan Kylian Mbappé mun taka þátt í stórleik Frakklands gegn Hollandi sem fer fram annað kvöld.

Liðin eigast við í annarri umferð riðlakeppni EM eftir sigra í fyrstu umferðinni. Hér eru tvær stórþjóðir í fótboltaheiminum að mætast í úrslitaleik um toppsæti D-riðils.

Mbappé verður með í leiknum þrátt fyrir að hafa nefbrotnað í fyrstu umferð, þegar Frakkland sigraði gegn Austurríki á þjóðhátíðardegi Íslendinga, 17. júní.

Mbappé mun klæðast grímu í leiknum og hafa myndir verið birtar af honum með grímuna, sem er í litum franska fánans og er alls ekki jafn óhugnanleg og aðrar grímur sem leikmenn hafa klæðst í fortíðinni.


EM hringborðið - Lárus Orri og Óðinn Svan ræða fyrstu vikuna
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner