lau 20. júlí 2019 18:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
3. deild: KF landaði mikilvægum sigri gegn Álftanesi
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KF 3 - 2 Álftanes
1-0 Alexander Már Þorláksson ('36)
2-0 Andri Snær Snævarsson ('41)
3-0 Alexander Már Þorláksson ('48)
3-1 Magnús Andri Ólafsson ('75)
3-2 Markaskorara vantar ('85)

KF hafði betur þegar liðið mætti Álftanesi í 3. deild karla í kvöld. Leikurinn var á Ólafsfjarðarvelli.

Alexander Már Þorláksson hefur reynst KF vel og hann skoraði fyrsta mark leiksins á 36. minútu. Andri Snær Snævarsson bætti við öðru marki stuttu síðar og var staðan 2-0 fyrir KF í hálfleik.

Stuttu eftir að seinni hálfleikur var flautaður á skoraði Alexander Már sitt annað mark í leiknum og kom hann KF í 3-0.

Álftanes gafst ekki upp og minnkaði muninn þegar stundarfjórðungur var eftir. Tíu mínútum síðar skoraði Álftanes aftur og staðan 3-2, en lengra komust gestirnir ekki.

Lokatölur 3-2 og mikilvægur sigur KF staðreynd. KF er í öðru sæti, þremur stigum á eftir Kórdrengjum. Álftanes er í sjöunda sæti með 15 stig.

Sjá einnig:
Úrslit úr öðrum leikjum dagsins í 3. deild

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner