Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   sun 20. ágúst 2017 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman: Gylfi mun taka þátt í öllum leikjum vikunnar
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson mun spila sinn fyrsta leik fyrir Everton þegar liðið mætir Manchester City annað kvöld.

Gylfi var keyptur til Everton fyrir metfé síðastliðinn miðvikudag.

Everton er að fara að spila þrjá leiki í vikunni og Gylfi mun taka þátt í þeim öllum að sögn Ronald Koeman, stjóra Everton.

„Ég hef ekki áhyggjur af standinu á honum," sagði Koeman, en Everton á leiki gegn Man City (á morgun), Hadjuk Split (á fimmtudaginn) og Chelsea (á sunnudaginn).

„Auðvitað þarftu spiltíma sem leikmaður og til þess að vera 100% þá þarftu að spila leiki á undirbúningstímabilinu. En hann er í góðu standi, hann er góður atvinnumaður."

„Hann fær tíma. Það er erfið vika framundan. Hann mun taka þátt i öllum leikjunum sem við erum að fara að spila."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner