Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. ágúst 2019 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Bury þarf að gefa leikinn gegn Sheffield í deildabikarnum
Mynd: BBC
Mynd: Manchester Evening News
Óvíst er að enska C-deildarfélaginu Bury FC verði bjargað frá gjaldþroti en liðið fékk dæmd tólf mínusstig fyrir fjárhagsvandræði sín.

Bolton fékk einnig dæmd tólf stig í mínus en félagið hefur þó spilað þrjá deildarleiki. Bury hefur ekki spilað neinn deildarleik og þarf að gefa næsta leik í deildabikarnum gegn Sheffield Wednesday. Stjórn neðri deilda enska boltans tók þessa ákvörðun í refsingarskyni gagnvart Dale sem á enn eftir að skila inn gögnum.

Steve Dale keypti félagið síðasta desember og sagðist ætla að bjarga því frá gjaldþroti en sú tilraun virðist vera að mistakast. Hann hefur aðeins þrjá daga til að bjarga félaginu áður en það verður lýst gjaldþrota.

Dale segist vera með peningana til staðar en það eru ekki margir sem trúa honum. Leikmenn liðsins eru í fjárhagsvandræðum og var einn þeirra í útvarpsviðtali á dögunum. Þar sagðist hann eiga í hættu á að missa húsið sitt og verða heimilislaus.

Þáttastjórnandinn tók upp á því að hringja í Dale, sem svaraði og kallaði leikmanninn lygara. Peningarnir væru til staðar og allt yrði klappað og klárt í vikunni.

Starfsfólk Bury er ósátt með Dale fyrir að hafa hafnað tilboði í félagið frá fyrrum eiganda. Tilboðið myndi nægja til að bjarga Bury frá gjaldþroti en Dale vill selja fyrir meiri pening.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner