Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 20. ágúst 2019 14:45
Arnar Daði Arnarsson
Sindri Snær með núll stig í sumar
Sindri Snær Magnússon.
Sindri Snær Magnússon.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Miðjumaðurinn, Sindri Snær Magnússon sem keyptur var til ÍA rétt fyrir gluggalok frá ÍBV hefur tapað öllum leikjunum sem hann hefur spilað í sumar bæði í Pepsi Max-deildinni og í Mjólkurbikarnum.

Sindri Snær sem hóf tímabilið meiddur með ÍBV hefur leikið 11 leiki í sumar. Tíu af þeim í Pepsi Max-deildinni og einn í Mjólkurbikarnum. Níu af þessum ellefu leikjum í sumar lék hann með ÍBV en hann hefur síðan tapað tveimur leikjum með ÍA.

Hann tók út leikbann í tapi ÍA gegn Stjörnunni í 17. umferðinni.

Leikir Sindra með ÍA:
ÍA 1 - 2 Breiðablik
FH 1 - 0 ÍA

Leikir Sindra með ÍBV:
Grindavík 2 - 1 ÍBV
Fylkir 3 - 0 ÍBV
ÍBV 1 - 2 FH
ÍBV 2 - 3 Víkingur R. (Mjólkurbikarinn)
ÍBV 1 - 2 KR
ÍBV 0 - 2 Stjarnan
Breiðablik 3 - 1 ÍBV
Valur 5 - 1 ÍBV
ÍBV 0 - 3 Fylkir

Sindri Snær verður kominn úr leikbanni í næstu umferð þegar hann mætir sínu gamla félagi ÍBV á Akranesi í 18. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Komi fyrsti sigur Sindra Snæs í sumar í þeim leik fellir hann ÍBV formlega úr Pepsi Max-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner