Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 20. ágúst 2023 16:30
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Ingibjörg Lúcía: Ég sá bara markið og skaut
Kvenaboltinn
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir.
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH og Stjarnan mættust á Kaplakrikavelli í dag í 17. umferð Bestu deildar kvenna. Stjarnan hafði betur með einu marki gegn engu en það var Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir sem skoraði eina mark leiksins.

„Þetta var helvítis bras en þetta tókst að lokum", sagði Ingibjörg strax eftir leik.

„Við vorum búin að leggja þetta vel upp fannst mér og við reyndum að fylgja plani og það gekk svona allavega framan af, þangað til í lokin þá var þetta smá bras en við höfðum þetta af."


Lestu um leikinn: FH 0 -  1 Stjarnan

FH-ingar pressuðu hátt og gáfu Stjörnunni lítinn tíma með boltann en þeim tókst þá að leysa vel úr því.

„Við höfum séð þær spila í sumar og þær hafa verið flottar í sinni pressu og það er ekkert auðvelt að mæta þeim. Þannig við lögðum upp með okkar plan og það gekk bara nokkuð vel."

Ingibjörg skoraði markið sem skildi liðin að á 28. mínútu leiksins með góðu skoti upp í þaknetið.

„Þetta var bara, ég sá bara markið og skaut. Ég er ekkert oft í þessum færum sko þannig ég ákvað bara að nýta þetta núna."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum að ofan. Þar ræðir Ingibjörg meðal annars stöðuna í deildinni og úrslitakeppnina sem er framundan.


Athugasemdir
banner