Bruno vill ekki fara frá Man Utd - Enzo Fernandez orðaður við PSG - Atletico vill Gomes
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
banner
   sun 20. ágúst 2023 22:56
Kjartan Leifur Sigurðsson
Jeffsy: Allir leikir bikarúrslitaleikir
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Heilt yfir fannst mér við vera sterkari í fyrri hálfleik og þeir sterkari í seinni. Jafntefli er því líklega sanngjörn niðurstaða." Segir Ian Jeffs þjálfari Þróttar eftir 1-1 jafntefli gegn ÍA í kvöld.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  1 ÍA

ÍA skoraði snemma fyrsta mark leiksins en eftir það voru Þróttarar mikið betri aðilinn og hefðu auðveldlega getað verið yfir í hálfleik.

„Við áttum fyrri hálfleikinn fyrir utan fyrstu fimm mínuturnar. Frábært svar hjá okkur og við tókum yfir leikinn. Markið kveikti í okkur og eftir það vorum við sterkari og jöfnum sanngjarnt. ÍA tók þó yfir í seinni hálfleik og við héldum ekki vel í boltann og þeir settu okkur undir pressu."

Óskar Sigþórsson átti afbrags leik í marki Þróttara í dag en hann hefur verið markinu í síðastliðnum leikjum.

„Það er góð samkeppni hjá okkur. Óskar er að taka sín tækifæri og er eins og er markmaður númer eitt. Hann hélt okkur í leiknum í dag. Hann sýndi karakter í að taka fyrrigjafir ÍA manna í dag og varði vel í seinni hálfleik."

Lengjudeildin hefur líklega aldrei verið jafn spennandi. Barist er á öllum vígstöðvum og Þróttarar eru til að mynda í æsispennandi fallbaráttu.

„Ef maður er ekki on it þá tapar maður gegn öllum liðum deildarinnar en ef maður á sinn besta dag þá vinnur maður öll liðin. Þetta er jöfn deild og leikirnir sem eru eftir eru eins og bikarúrslitaleikir. Uppá líf og dauða. Við erum ánægðir með stigið í dag. Við áttum það skilið."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner