„Heilt yfir fannst mér við vera sterkari í fyrri hálfleik og þeir sterkari í seinni. Jafntefli er því líklega sanngjörn niðurstaða." Segir Ian Jeffs þjálfari Þróttar eftir 1-1 jafntefli gegn ÍA í kvöld.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 1 ÍA
ÍA skoraði snemma fyrsta mark leiksins en eftir það voru Þróttarar mikið betri aðilinn og hefðu auðveldlega getað verið yfir í hálfleik.
„Við áttum fyrri hálfleikinn fyrir utan fyrstu fimm mínuturnar. Frábært svar hjá okkur og við tókum yfir leikinn. Markið kveikti í okkur og eftir það vorum við sterkari og jöfnum sanngjarnt. ÍA tók þó yfir í seinni hálfleik og við héldum ekki vel í boltann og þeir settu okkur undir pressu."
Óskar Sigþórsson átti afbrags leik í marki Þróttara í dag en hann hefur verið markinu í síðastliðnum leikjum.
„Það er góð samkeppni hjá okkur. Óskar er að taka sín tækifæri og er eins og er markmaður númer eitt. Hann hélt okkur í leiknum í dag. Hann sýndi karakter í að taka fyrrigjafir ÍA manna í dag og varði vel í seinni hálfleik."
Lengjudeildin hefur líklega aldrei verið jafn spennandi. Barist er á öllum vígstöðvum og Þróttarar eru til að mynda í æsispennandi fallbaráttu.
„Ef maður er ekki on it þá tapar maður gegn öllum liðum deildarinnar en ef maður á sinn besta dag þá vinnur maður öll liðin. Þetta er jöfn deild og leikirnir sem eru eftir eru eins og bikarúrslitaleikir. Uppá líf og dauða. Við erum ánægðir með stigið í dag. Við áttum það skilið."
Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir

























