Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 20. september 2016 20:04
Þorsteinn Haukur Harðarson
Gugga: Hefði verið gömul amma að segja barnabörnunum frá þessu
Kvenaboltinn
Guðbjörg í leiknum í kvöld
Guðbjörg í leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Að sjálsögðu er svekkjandi að halda ekki hreinu enda alltaf svekkjandi að fá á sig mark. Það svíður ennþá meira vegna þess að við vorum svo nálægt því að gera eitthvað sem maður hefði tekið með sér í gröfina. Ég hefði verið gömul amma að segja barnabörnunum frá því þegar ég hélt hreinu heila undankeppni," sagði Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, eftir 2-1 tað gegn Skotum í kvöld en mörkin í leiknum voru þau fyrstu sem Guðbjörg fékk á sig í undankeppninni.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  2 Skotland

„Þetta mark lá í loftinu svo það er ekki eins og það hafi verið sjokk þegar það kom. Við vorm bara heppnar að þær skoruðu ekki fleiri."

Íslenska liðið var ólíkt sjálfu sér í leiknum í kvöld. "Ég er sammála því. Sérstaklega í byrjun þegar við vorum að gera mistök sem við erum ekki vanar að gera. Við náðum ekki upp okkar tempói í spili og vorum stressaðar. Það er samt erfitt að útskýra af hverju. Stundum á maður góða daga og stundum slæma."

Annað mark Skota í kvöld kom úr víti. Við spurðum Guðbjörgu út í atvikið. „Þetta er mjög ódýrt víti en það er hægt að dæma á þetta. Ég var búin að skoða klippur af vítunum hjá henni og hún hefur alltaf skotið í þetta horn sme ég fór í svo það var pínu pirrandi."

Mikið hefur verið rætt um þá staðreynd að íslenska liðið hafði haldið hreinu í sjö leiki í röð. Gæti það létt af pressu að fá á sig mark núna? „Kannski, ég veit það ekki. Ég var ekki meira stressuð fyrir þennan leik en aðra en auðvitað var maður með þetta á bakvið eyrað. Það var samt ekki ástæðan fyrir að við töpuðum. Við mættum bara góðu liði sem var betra en við í dag."

Þrátt fyrir tapið hefur íslenska liðið ástæðu til að fagna í kvöld. „Við megum klárlega fagna en það er mjög erfitt að feika einhverja gleði eftir tapleik. Við vildum fagna eftir seinasta leik en vorum rólegar þá. Við eigum samt skilið að fagna því að hafa náð settum markmiðum."
Athugasemdir
banner
banner