Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
   fös 20. september 2019 11:30
Magnús Már Einarsson
Andy Carroll spilar á ný í Newcastle treyjunni um helgina
Andy Carroll spilar væntanlega sinn fyrsta leik með Newcastle á þessu tímabili þegar liðið mætir Brighton á heimavelli síðdegis á morgun.

Hinn þrítugi Carroll kom frítt til Newcastle á lokadegi félagaskiptagluggans í sumar eftir að samningur hans hjá West Ham rann út.

Carroll hefur verið frá keppni vegna ökklameiðsla á þessu tímabili en er nú klár í slaginn.

„Hann kemur við sögu og það eru góðar fréttir fyrir okkur," sagði Steve Bruce, stjóri Newcastle, á fréttamannafundi í dag.

Carroll ólst upp hjá Newcstle en hann fór til Liverpool í janúar 2011. Meiðsli hafa leikið hann grátt undanfarin ár og síðasti leikur hans var í febrúar á þessu ári.
Athugasemdir
banner