Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 19:05
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Dagur lagði upp - Victor og Bjarni töpuðu
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Darmstadt 98
Jón Dagur Þorsteinsson átti glæsilega stungusendingu í fyrsta marki Árósa sem vann góðan útivallarsigur í Óðinsvé.

Lítið var um opin færi í leiknum en heimamenn náðu að jafna áður en Mustafa Amini gerði sigurmark Árósa á 80. mínútu.

Þetta var fimmti sigurinn í röð hjá Århus í deildinni og sá sjötti ef bikarinn er talinn með. Liðið er í þriðja sæti dönsku deildarinnar, með 17 stig eftir 10 umferðir.

Odense 1 - 2 Århus
0-1 M. Lund ('28, sjálfsmark)
1-1 M. Opondo ('66)
1-2 M. Amini ('80)

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði fyrstu 68 mínúturnar í 1-0 tapi Darmstadt gegn Heidenheim í þýsku B-deildinni.

Eina mark leiksins skoraði Robert Leipertz á 59. mínútu.

Guðlaugur Victor gekk í raðir Darmstadt í janúar og hefur spilað næstum alla leiki liðsins síðan.

Darmstadt hefur farið illa af stað og er aðeins með sex stig eftir sjö umferðir.

Heidenheim 1 - 0 Darmstadt
1-0 R. Leipertz ('59)

Bjarni Mark Antonsson lék þá allan tímann er Brage tapaði fyrir Örgryte í spænsku B-deildinni.

Brage er í þriðja sæti eftir tapið en sigur hefði fleytt liðinu á toppinn.

Bjarni skipti úr KA til Brage síðasta janúar og er kominn með fast sæti í byrjunarliðinu.

Örgryte 3 - 2 Brage
1-0 A. Almeida ('29)
2-0 A. Bernhardsson ('41)
2-1 R. Sellin ('54)
3-1 A. Almeida ('79)
3-2 A. Lundin ('93, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner