Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 20. september 2019 10:09
Magnús Már Einarsson
Klopp: Abraham og Mount báðir 60 milljóna punda virði
Jurgen Klopp stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
Tammy Abraham og Mason Mount.
Tammy Abraham og Mason Mount.
Mynd: Getty Images
„Ef það er eitt lið í heiminum sem félagaskiptabann myndi ekki hafa það mikil áhrif á, þá er það líklega Chelsea," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, á fréttamannafundi í dag.

Liverpool heimsækir Chelsea á sunnudaginn en ungir leikmenn eins og Tammy Abraham og Mason Mount hafa slegið í gegn hjá síðarnefnda liðinu í byrjun tímabils.

„Þeir keyptu Christian Pulisic í sumar á í kringum 50-60 milljónir punda og allir leikmennirnir í kringum hann eru svipað dýrmætir," sagði Klopp.

„Tammy Abraham er núna 60 milljóna punda leikmaður, Mason Mount er pottþétt 60 milljón punda leikmaður ef ekki meira og Hudson-Odoi var orðinn það áður.

„Jorginho er ekki svo ungur en hann hefur ekki verið lengi í þessari deild. Síðan er Kante sem lítur út eins og hann gæti spilað áfram næstu 20 árin svo kannski er hann 18 ára?"

„Þeir hafa Mateo Kovacic, Ross Barkley og síðan alla reyndu leikmennina í kringum þá Pedro, Willian, Olivier Giroud og síðan Michy Batshuayi á bekknum."


„Þetta er mjög spennandi lið og það minnir mig svolítið á liðið mitt hjá Dortmund á sínum tíma. Þá var liðið mjög ungt, jafnvel ennþá yngra en þetta lið hjá Chelsea."

„Fólk var alltaf að tala um hversu ungir þeir eru en þeir fengu bara að spila af því að þeir voru góðir. Þeir spiluðu ekki bara af því að þeir voru ungir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner