Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. september 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilkynnti að Mendy kæmi 100% um leið og Kepa gerði mistök
Edouard Mendy.
Edouard Mendy.
Mynd: Getty Images
Kepa Arrizabalaga gerði slæm mistök þegar Chelsea tapaði fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arrizabalaga er dýrasti markvörður í heimi. Chelsea keypti hann frá Athletic Bilbao fyrir rúmar 70 milljónir punda sumarið 2018 en hann hefur verið nægilega góður fyrir félagið.

Útlit er fyrir að Kepa sé búinn að missa byrjunarliðssæti sitt hjá Chelsea því félagið er að ganga frá kaupum á Édouard Mendy frá Rennes í Frakklandi. Hann mun koma til félagsins fyrir um 20 milljónir punda.

Fabrizio Romano, sem veit allt þegar kemur að félagaskiptamarkaðnum, tilkynnti það um leið og Kepa gerði mistökin að það væri allt klappað og klárt hjá Chelsea varðandi kaup á Mendy. Formleg tilkynning frá Chelsea mun koma í vikunni.


Athugasemdir
banner
banner