Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 20. september 2020 09:50
Ívan Guðjón Baldursson
Werner leggur 1% launa sinna til góðgerðarmála
Mynd: Getty Images
Þýski framherjinn Timo Werner hefur bæst í hóp knattspyrnustjarna sem leggja hluta af launum sínum til góðgerðarstarfsemi.

Werner gekk til liðs við Common Goal átakið sem Juan Mata hrinti af stað í samstarfi við streetfootballworld í ágúst 2017.

Síðan þá hafa margir knattspyrnumenn og þjálfarar bæst við átakið þar sem þeir gefa 1% launa sinna. Jürgen Klopp og Paulo Dybala hafa bæst við á síðustu 18 mánuðum auk Wilfried Zaha sem gefur 10% launa sinna.

Werner, 24 ára, fær um 300 þúsund evrur í vikulaun hjá Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner