Thomas Tuchel var rekinn frá Chelsea eftir tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni fyrr í þessum mánuði.
Tuchel var þekktur fyrir að spila með þriggja manna vörn og vængbakverði. Það varð til þess að vængmenn þurftu að spila út úr stöðu.
Callum Hudson-Odoi hefur ekki náð að springa almennilega út í búningi Chelsea en hann var lánaður til Leverkusen í sumar. Hann var ekki hrifinn af því að spila í vængbakverði.
„Þegar stjórinn kom fyrst og sagði mér að spila í vængbakverði var ég bara í sjokki. Ég hélt að hann væri að grínast," sagði Hudson-Odoi.
Hudson-Odoi prófaði aðra nýja stöðu um helgina þegar hann var í 'tíunni' fyrir aftan Patrick Schick í 1-1 jafntefli gegn Werder Bremen.
Breskir fjölmiðlar greina frá því að Graham Potter, nýr stjóri Chelsea sé að íhuga að kalla Hudson-Odoi til baka úr láni í janúar.