Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   mið 20. september 2023 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Benoný Breki Andrésson byrjaði endurkomu KR í kvöld.
Benoný Breki Andrésson byrjaði endurkomu KR í kvöld.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það var mikið fjör í kvöld þegar KR heimsóttu nýkringda bikarmeistara Víkings í Víkinni í kvöld í lokaleik 1.umferðar Bestu deildar - efri hluta. 

Víkingar þurftu á sigri að halda til að tryggja Íslandsmeistaratitilinn endanlega en KR náðu í gott stig og frestuðu því partýi um stunda að minnska kosti.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  2 KR

„Við komum bara miklu sterkari inn í seinni hálfleikinn og ætluðum okkur bara að koma okkur tilbaka sama hvort það var bara eitt stig eða þrjú stig og við erum bara ánægðir með að fá stig úr þessum leik." Sagði Benoný Breki Andrésson framherji KR en hann skoraði fyrra mark KR snemma í leiknum og hóf endurkomuna.

„Við vorum ekkert verri í fyrri hálfleik, það voru bara fast leikatriði og skítamark þarna og við þurftum bara að nýta okkar færi betur á síðasta þriðjung og við gerðum það." 

KR minnkuðu muninn strax á 53.mín í leiknum og það gaf KR mikið sjálfstraust fyrir framhaldið í leiknum.

„Það var virkilega sterkt. Það gefur okkur boost og sýnir að það er nóg eftir og að við getum gert allt." 

KR skoraði tvö keimlík mörk í leiknum gegn Víkingum en Benoný Breki vildi þó ekki meina að þetta hafi verið eitthvað sem var sérstaklega stílað á í undirbúningi.

„Nei svo sem ekki, við ætluðum bara að sækja á þá og skora og við ætluðum að koma okkur tilbaka og það var markmiðið."

Nánar er rætt við Benoný Breka Andrésson í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner