Manchester United hefur fengið á sig flest mörk af öllum úrvalsdeildarliðunum á Englandi.
United tapaði fyrir Bayern München, 4-3, í Meistaradeildinni í kvöld og er liðið því búið að fá á sig fjórtán mörk í öllum keppnum.
Í ensku deildinni hefur liðið fengið á sig tíu mörk og þá bættust fjögur mörk við í kvöld.
Lið á borð við Everton, Wolves, Luton og Burnley hafa öll spilað jafn marga leiki á tímabilinu og United, en liðið spilaði í annarri umferð enska deildabikarsins í ágúst.
Everton hefur fengið næst flest mörk á sig af úrvalsdeildarliðunum eða þrettán mörk. Luton kemur næst á eftir með tólf mörk.
14 - Manchester United have conceded 14 goals in all competitions this season, the most of any Premier League side. Bombarded. pic.twitter.com/02Yq7Zx7dO
— OptaJoe (@OptaJoe) September 20, 2023
Athugasemdir