Fyrsta umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu klárast í dag með átta leikjum.
Í A-riðli mætast Galatasaray og FCK klukkan 16:45, en Orri Steinn Óskarsson verður væntanlega í eldlínunni hjá dönsku meisturunum.
Í sama riðli fer Manchester United í heimsókn til Bayern München en lærisveinar Erik ten Hag hafa byrjað tímabilið illa og vonast nú til að koma sér í gírinn.
Í B-riðli spilar Arsenal sinn fyrsta Meistaradeildarleik í sjö ár er liðið tekur á móti PSV Eindhoven.
Leikir dagsins:
A-riðill
16:45 Galatasaray - FCK
19:00 Bayern - Man Utd
B-riðill
19:00 Sevilla - Lens
19:00 Arsenal - PSV
C-riðill
16:45 Real Madrid - Union Berlin
19:00 Braga - Napoli
D-riðill
19:00 Benfica - Salzburg
19:00 Real Sociedad - Inter
Athugasemdir