Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mið 20. september 2023 10:02
Elvar Geir Magnússon
Samþykktu að spila fyrir landsliðið eftir sjö tíma fund
Mynd: Getty Images
Stærstur hluti spænska kvennalandsliðsins hefur samþykkt að hætta verkfalli og spila fyrir þjóð sína. Samkomulag náðist klukkan 5 í morgun að staðartíma, eftir rúmlega sjö klukkutíma fundarhöld í Valencia.

Tveir af þeim 23 leikmönnum sem valdir voru í landsliðið fyrir komandi leiki í Þjóðadeildinni hafa ákveðið að draga sig út úr hópnum en aðrir ætla að taka þátt. Leikmenn hafa krafist algjörra breytinga og endurskoðun á öllu innan spænska sambandsins.

Ástæðan fyrir þessum mótmælaaðgerðum má rekja til þess þegar Luis Rubiales forseti spænska sambandsins kyssti sóknarmanninn Jenni Hermoso á munninn eftir sigur Spánar í úrslitaleik HM. Kossinn varð til þess að Rubiales sagði á endanum upp og þá var landsliðsþjálfarinn Jorge Vilda rekinn eftir mótið.

„Það er góð tilfinning að geta sagt það með vissu að liðið mun spila næstu tvo leiki. Við áttum góðar og vinalegar samræður," segir Victor Francos, ráðherra íþróttamála á Spáni, eftir að það tókst að höggva á hnútinn.

Spánn er að fara að keppa gegn Svíþjóð í Þjóðadeildinni á föstudag og svo gegn Sviss í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner