Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 20. október 2019 20:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Lecce jafnaði gegn AC Milan í uppbótartíma
Lecce fagnar marki á San Siro.
Lecce fagnar marki á San Siro.
Mynd: Getty Images
AC Milan tókst ekki að vinna sinn fyrsta leik undir stjórn Stefano Pioli í ítölsku úrvalsdeildinni. Milan mætti nýliðum Lecce í kvöld.

Pioli tók við af Marco Giampaolo fyrr í þessum mánuði og stýrði hann Milan í fyrsta sinn í kvöld.

Hakan Calhanoglu skoraði eina mark fyrri hálfleiksins, en á 62. mínútu jafnaði Khouma Babacar er hann fylgdi á eftir vítaspyrnu sem hann klúðraði sjálfur. Krzysztof Piatek skoraði á 81. mínútu og kom Milan aftur yfir, en það dugði ekki til sigurs. Marco Calderoni skoraði jöfnunarmark Lecce í uppbótartíma með flottu skoti.

Lokatölur 2-2 og er Milan í tólfta sæti með 10 stig. Lecce er í 15. sæti með sjö stig.

Claudio Ranieri stýrði Sampdoria í fyrsta sinn og náðu hans lærisveinar í stig gegn Roma. Sampdoria er á botninum með fjögur stig, en Roma í sjötta sæti með 13 stig.

Þá burstaði Parma lið Genoa, Cagliari hafði betur gegn Spal og Udinse lagði Torino.

Hér að neðan er stöðutaflan í deildinni, það tekur hana tíma að uppfæra sig.

Cagliari 2 - 0 Spal
1-0 Paolo Farago ('67 )
2-0 Paolo Farago ('67 )

Milan 2 - 2 Lecce
1-0 Hakan Calhanoglu ('20 )
1-1 Khouma Babacar ('62 )
1-1 Khouma Babacar ('62 , Misnotað víti)
2-1 Krzysztof Piatek ('81 )
2-2 Marco Calderoni ('90 )

Parma 5 - 1 Genoa
1-0 Juraj Kucka ('38 )
2-0 Andreas Cornelius ('42 )
3-0 Andreas Cornelius ('45 )
4-0 Andreas Cornelius ('50 )
4-1 Andrea Pinamonti ('52 )
5-1 Dejan Kulusevski ('79 )

Sampdoria 0 - 0 Roma
Rautt spjald:Justin Kluivert, Roma ('86)

Udinese 1 - 0 Torino
1-0 Stefano Okaka Chuka ('42 )

Sjá einnig:
Ítalía: Lukaku og Martinez heitir í sigri á Sassuolo
Athugasemdir
banner
banner
banner