Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   þri 20. október 2020 09:30
Elvar Geir Magnússon
Koeman: Messi gæti spilað betur
Lionel Messi gæti spilað betur en fyrirliði Barcelona er ánægður. Þetta segir Ronald Koeman, stjóri Barcelona.

Argentínski sóknarmaðurinn reyndi að yfirgefa Barcelona í sumar en hann hefur skorað eitt mark til þessa á tímabilinu.

„Ég er ekki með neinar kvartanir eða vafa um framlagið frá honum. Á þessari stundu þá gæti frammistaða hans verið betri. En hann er ánægður hér og vill spila og vera fyrirliði liðsins," segir Koeman.

Barcelona á leik gegn Ferencvaros í Meistaradeildinni í kvöld. Messi er á lokaári samnings síns og mun meðal annars mæta Cristiano Ronaldo og félögum í Juventus í G-riðlinum.

„Þegar þú ert hjá Barcelona viltu alltaf berjast um titla, hvort sem það er La Liga eða Evrópa. Við erum ekki sigurstranglegastir en við getum komist langt," segir Koeman.
Athugasemdir
banner