Lionel Messi gæti spilað betur en fyrirliði Barcelona er ánægður. Þetta segir Ronald Koeman, stjóri Barcelona.
Argentínski sóknarmaðurinn reyndi að yfirgefa Barcelona í sumar en hann hefur skorað eitt mark til þessa á tímabilinu.
Argentínski sóknarmaðurinn reyndi að yfirgefa Barcelona í sumar en hann hefur skorað eitt mark til þessa á tímabilinu.
„Ég er ekki með neinar kvartanir eða vafa um framlagið frá honum. Á þessari stundu þá gæti frammistaða hans verið betri. En hann er ánægður hér og vill spila og vera fyrirliði liðsins," segir Koeman.
Barcelona á leik gegn Ferencvaros í Meistaradeildinni í kvöld. Messi er á lokaári samnings síns og mun meðal annars mæta Cristiano Ronaldo og félögum í Juventus í G-riðlinum.
„Þegar þú ert hjá Barcelona viltu alltaf berjast um titla, hvort sem það er La Liga eða Evrópa. Við erum ekki sigurstranglegastir en við getum komist langt," segir Koeman.
Athugasemdir