Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 20. október 2021 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andrúmsloftið vont innan Newcastle - Tveir leikmenn hnakkrifust
Bruce er mjög valtur í sessi.
Bruce er mjög valtur í sessi.
Mynd: Getty Images
Tveir leikmenn Newcastle rifust heiftarlega eftir tapið gegn Tottenham síðasta sunnudag og það þurfti að aðskilja þá á leiðinni til búningsklefa.

Leikmennirnir sem um ræðir eru fyrirliðinn Jamaal Lascelles og miðjumaðurinn Isaac Hayden. Þeir voru eitthvað ósáttir við hvorn annan.

Það er Daily Mail sem fjallar um þetta.

Fram kemur einnig í greininni að nokkrir leikmenn hafi - í búningsklefanum eftir leik - lýst yfir óánægju sinni með leikaðferðina sem Steve Bruce, stjóri liðsins, lagði fyrir.

Daily Mail segir að stór hópur leikmanna vilji að nýir eigendur stígi inn í og reki Bruce fyrir leikinn gegn Crystal Palace næsta laugardag. Hópurinn er ekki sáttur með stöðuna unir stjórn Bruce.

Talið er að nýir eigendur - sem eru moldríkir - séu að skoða að skipta út Bruce. Það mál sé í vinnslu. Hvort það gerist fyrir leikinn gegn Palace á eftir að koma í ljós.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner