Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 20. nóvember 2019 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aron Elís: Vil helst prófa eitthvað utan Noregs
Aron heilsar Erik Hamren.
Aron heilsar Erik Hamren.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í október.
Á landsliðsæfingu í október.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni.
Aron Elís ásamt Gylfa Þór Sigurðssyni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aron í leik með Víkingi árið 2014.
Aron í leik með Víkingi árið 2014.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron með treyju Álasunds.
Aron með treyju Álasunds.
Mynd: Álasund
Aron Elís Þrándarson gekk í raðir Álasunds frá Reykjavíkur Víkingi árið 2015. Aron Elís átti mjög gott tímabil með Víkingi árið 2014 og vakti athygli.

Álasund var fyrstu þrjár leiktíðirnar í efstu deild í Noregi en féll haustið 2017 og Aron hefur því leikið með liðinu í tvær leiktíðir í næstefstu deild.

Álasund átti góðu gengi að fagna á nýafstaðinni leiktíð, sigraði deildina og leikur í efstu deild á komandi leiktíð. Undir lok september var greint frá því að Aron Elís ætli ekki að leika með Álasundi á komandi leiktíð.

Fótbolti.net hafði samband við Aron eftir landsleikina sem fóru fram á dögunum. Aron Elís var hluti í landsliðshópnum sem heimsótti bæði Tyrkland og Moldóvu. Aron var fyrst spurður út í fyrstu kynnin af atvinnumennskunni.

„Ég fór út frá Vikingi í raun sem einungis sóknarleikmaður. Ég spilaði vanalega í holunni og var minna í varnarleiknum."

„Hjá Álasundi byrjaði ég úti á kannti í 4-4-2 kerfinu og fann strax að það var miklu meira krafist af manni varnarlega miðað við heima á Íslandi. Takturinn á æfingum er líka mun hraðari en heima,"
sagði Aron Elís við Fótbolti.net.

Endursamdi þegar liðið var í 3. sæti en liðið féll um haustið
Hvernig gerir Aron Elís upp árin í Eliteserien (efstu deild)?

„Ég var alltof mikið að brasa með meiðsli fyrstu árin og náði ekki að vera nógu stöðugur. Ég samdi aftur við Álasund þegar við erum í 3. sæti í efstu deild en eftir það þá unnum við varla leik og enduðum á þvi að falla sem voru þvilik vonbrigði."

Alltaf vitað að ég færi eftir leiktíðina
Hvernig var hlutunum háttað í næstefstu deild?

„Félagið ætlaði sér beint aftur upp og fengu inn nýjan þjálfara. Þar byrjaði ég að spila meira miðsvæðis í kerfinu 3-5-2. Okkur tókst einhvern veginn að klúðra þvi að fara upp þvílikt klaufalega. Við vorum komnir með gott forskot en misstum það niður."

„Eftir það tímabil vildi ég fara en Álasund ákvað að halda mér þar sem þeim fannst peningurinn sem þeir hefðu fengið fyrir mig ekki nógu mikill."

„Það var mikið púður sett í að styrkja hópinn og við tókum deildina mjög þægilega í ár. Það var svo alltaf vitað að ég myndi svo fara eftir tímabilið."


Hvernig metur Aron muninn á liðunum í efstu og næstefstu deild?

„Ég myndi segja að sterkustu liðin í næstefstu deild séu í efstu deildar klassa en svo eru mörg lið í næstefstu deildsem leggja mikið upp með kraftabolta og sterkan varnarleik.

Íslenskir liðsfélagar koma í veg fyrir 100% norsku
Aron hefur verið samherji Daníels Leó Grétarssonar allan sinn tíma hjá Álasundi. Adam Örn Arnarsson gekk í raðir félagsins árið 2016 og var í þrjú ár. Hólmbert Aron Friðjónsson kom til félagsins í fyrra og fyrir leiktíðina í ár kom Davíð Kristján Ólafsson til liðsins.

Aron hefur því alltaf verið með íslenskan liðsfélaga og oftast fleiri en einn á tíma sínum með Álasundi. Aron var spurður út í hvernig það sé að vera með einvhern sem tali sama tungumál á æfingasvæðinu.

„Það er búið að vera algjör veisla að vera alltaf með Íslendinga í liðinu. Það gerir það reyndar að verkum að ég tala ekki ennþá 100% norsku, þó eg skilji hana og geti alveg reddað mér, sem er alveg glórulaust."

Vill prófa eitthvað annað en Noreg
Hver eru næstu skref Arons? Hvar spilar hann á næstu leiktíð?

„Ég væri helst til að prófa annað en Noreg en það verður bara að koma í ljós."

„Danmörk, Svíþjóð, Holland og Belgia eru allt spennandi kostir. Vonandi verður allt klárt áður en það kemur nýtt ár."


Hjálpar að spila í sterkari deild
Aron var að lokum spurður út í landsliðið. Hann var kallaður inn í hópinn fyrir leikinn gegn Andorra í október, Aron hefur leikið fjóra A-landsliðsleiki á ferlinum.

„Ég er mjög ánægður að hafa fengið kallið."

„Til að vera í myndinni áfram þarf ég samt fyrst og fremst að koma mér í sterkari deild,"
sagði Aron að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner