Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 20. nóvember 2021 23:29
Brynjar Ingi Erluson
Búist við að Fletcher taki við tímabundið
Darren Fletcher mun að öllum líkindum stýra United í næstu leikjum
Darren Fletcher mun að öllum líkindum stýra United í næstu leikjum
Mynd: EPA
Darren Fletcher, fyrrum miðjumaður Manchester United, mun taka tímabundið við félaginu eða þangað til það finnur eftirmann Ole Gunnar Solskjær en það er Samuel Luckhurst hjá Manchester Evening News sem greinir frá.

Félagið hélt neyðarfund í kvöld eftir tap United gegn Watford á Vicarage Road en stjórnarmenn sátu í fimm tíma á fundinum áður en ákveðið var að reka Solskjær.

Brottreksturinn verður tilkynntur í kvöld eða á morgun en félagið mun næstu daga og vikur hefja leit að eftirmanni Solskjær.

Samkvæmt Luckhurst mun Fletcher taka tímabundið við liðinu en hann starfar nú bakvið tjöldin hjá félaginu. Hann er milliliður milli akademíunnar og aðalliðsins.

Fletcher kom inn í þjálfarateymi United í janúar. Hann mun stýra liðinu gegn Villarreal í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Zinedine Zidane er sagður efstur á lista United en hann hefur verið án félags síðan hann hætti með Real Madrid eftir síðasta tímabil. Brendan Rodgers, Erik ten Hag og Mauricio Pochettino hafa einnig verið orðaðir við stöðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner