Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 20. nóvember 2022 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Gea steinhissa á skilaboðum frá forsetanum - „Ég hef aldrei sagst ætla hætta"
Mynd: Getty Images

David de Gea markvörður Manchester United var ekki valinn í landsliðshóp Spánar fyrir HM í Katar en Jose Alvarez spænskur fjölmiðlamaður greinir frá furðulegum skilaboðum sem markvörðurinn fékk eftir að Luis Enrique þjálfari liðsins tilkynnti honum að hann yrði ekki með.


„Nokkrum dögum síðar fær hann skilaboð frá Luis Rubiales, forseta knattspyrnusambandsins en hann skrifaði: David ég er ánægður með að þú sért loksins búinn að taka ákvöörðunina sem þú hefur verið að íhuga. Mér hefur verið sagt að þú ert að hætta með landsliðinu."

„De Gea svaraði: „Fyrirgefðu? Ég er ekki að afsala mér neinu, hver er að segja það? Þjálfarinn sagði mér að hann ætlaði ekki að treysta á mig en ég hef aldrei sagst ætla hætta," sagði Alvarez.

Þessi skilaboð komu De Gea algjörlega í opna skjöldu en eins og segir í skilaboðunum var hann ekkert á þeim buxunum að hætta. Hann skilur ekki hvað fór á milli Rubiales og Enrique.


Athugasemdir
banner
banner
banner