Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 20. desember 2022 23:42
Brynjar Ingi Erluson
Hoppuðu fram af brú til að komast í rútu argentínska liðsins - Einn slasaðist
Mynd: EPA
Andrúmsloftið í Argentínu var rafmagnað í dag og þá sérstaklega í Buenos Aires. Æsingur stuðningsmanna var helst of mikill en nokkrir hafa meiðst í fagnaðarlátunum.

Argentínska landsliðið ferðaðist um borgina í opinni rútu á meðan tæplega sex milljónir komu og fögnuðu með liðinu.

Rútan var á leið sinni inn í borgina og þurfti að fara undir brú en um leið og hún gerði það hoppuðu tveir stuðningsmenn fram af brúnni í von um að fagna með leikmönnum.

Það heppnaðist hjá einum þeirra en hinn lenti aftan á rútunni og hrundi í götuna. Það þurfti að bera hann með sjúkrabörum en það tók ekki allan mátt úr honum því sá hélt áfram að syngja hástöfum.

Rútan gat ekki farið að broddsúluni í miðbænum þar sem það var hreinlega ekki talið öruggt og var leikmönnum komið aftur á æfingasvæðið með þyrlu. Mikil stemning í Argentínu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner