
Andrúmsloftið í Argentínu var rafmagnað í dag og þá sérstaklega í Buenos Aires. Æsingur stuðningsmanna var helst of mikill en nokkrir hafa meiðst í fagnaðarlátunum.
Argentínska landsliðið ferðaðist um borgina í opinni rútu á meðan tæplega sex milljónir komu og fögnuðu með liðinu.
Rútan var á leið sinni inn í borgina og þurfti að fara undir brú en um leið og hún gerði það hoppuðu tveir stuðningsmenn fram af brúnni í von um að fagna með leikmönnum.
Það heppnaðist hjá einum þeirra en hinn lenti aftan á rútunni og hrundi í götuna. Það þurfti að bera hann með sjúkrabörum en það tók ekki allan mátt úr honum því sá hélt áfram að syngja hástöfum.
Rútan gat ekki farið að broddsúluni í miðbænum þar sem það var hreinlega ekki talið öruggt og var leikmönnum komið aftur á æfingasvæðið með þyrlu. Mikil stemning í Argentínu.
Argentinian fan jumped from the bridge to see Messi....
— ???????????????????????????? ???????????????????????????? - aka Larry ???????? (@Cantona_Collars) December 20, 2022
.... he ended up seeing Maradonapic.twitter.com/8KSwuIKJvd
Athugasemdir