Sagt var frá því í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag að Emil Ásmundsson, leikmaður KR, væri mögulega alvarlega meiddur.
Emil er uppalinn hjá Fylki en gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2020. Ferill Emils hefur því miður litast af meiðslum og hefur miðjumaðurinn einungis spilað tvo keppnisleiki með KR síðan hann kom frá Fylki.
Emil er uppalinn hjá Fylki en gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2020. Ferill Emils hefur því miður litast af meiðslum og hefur miðjumaðurinn einungis spilað tvo keppnisleiki með KR síðan hann kom frá Fylki.
Emil, sem er 27 ára gamall, ræddi stuttlega við Fótbolta.net. Þar sagði hann frá því að hann hefði meiðst á æfingu og væri á leið í speglun á miðvikudag í næstu viku.
Einhverjar líkur eru á því að krossband í hné sé skaddað.
„Auðvitað óttast maður það versta en þetta kemur svo betur í ljós á miðvikudag," sagði Emil.
Athugasemdir