Óvíst hvort Casemiro og Maguire verði áfram hjá Man Utd - Glasner ætlar ekki að framlengja - Joelinton gæti farið frá Newcastle
banner
   fös 21. janúar 2022 11:04
Elvar Geir Magnússon
Fílabeinsströndin á Wembley
Sebastien Haller, leikmaður Fílabeinsstrandarinnar.
Sebastien Haller, leikmaður Fílabeinsstrandarinnar.
Mynd: EPA
England mun leika vináttulandsleik við Fílabeinsströndina á Wembley í London þann 29. mars.

Fílabeinsströndin er komin í 16-liða úrslit Afríkukeppninnar en liðið er í 56. sæti heimslistans. Þetta verður fyrsti A-landsleikur milli þjóðanna og í fyrsta sinn síðan 2018 sem England spilar landsleik gegn þjóð utan Evrópu.

Nicolas Pepe hjá Arsenal, Sebastian Haller hjá Ajax og Wilfried Zaha hjá Crystal Palace eru meðal leikmanna Fílabeinsstrandarinnar.

Þremur dögum fyrir leik Englands og Fílabeinsstrandarinnar, þann 26. mars, tekur England á móti Sviss.
Athugasemdir
banner