Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 21. janúar 2022 12:30
Elvar Geir Magnússon
Hávær tónlist og partístemning í klefa Liverpool
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: EPA
Liverpool vann 2-0 sigur gegn Arsenal í gær og tryggði sér sæti í úrslitaleik enska deildabikarsins. Þetta verður fyrsti bikarúrslitaleikur Liverpool heima á Englandi síðan 2016.

Mótherjinn í úrslitaleiknum verður Chelsea. Hvenær verður leikurinn? Sunnudaginn 27. febrúar.

„Við þráðum að komast á Wembley. Við hugsuðum það ekki þannig að við værum úr leik eftir jafnteflið heima. Strákarnir voru framúrskarandi og það voru mörg ánægð andlit í klefanum eftir leikinn í gær," segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.

„Það var mikil stemning og hávær tónlist. Svona á þetta að vera. En við eigum deildarleik á sunnudag og einbeitum okkur nú að honum. Við fáum engar gjafir frá Crystal Palace."

Diogo Jota skoraði bæði mörkin í gær.

„Diogo er heillandi persónuleiki og hann hefur svo sannarlega þroskast. Hann elskar fótbolta og leggur alltaf mikið á sig á æfingasvæðinu. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd," segir Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner