Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 21. janúar 2025 17:25
Elvar Geir Magnússon
Evrópudeildin: Lygileg atburðarás í Istanbúl
Andriy Yarmolenko tryggði Kænugarðsmönnum þeirra fyrsta stig. Þvílík innkoma.
Andriy Yarmolenko tryggði Kænugarðsmönnum þeirra fyrsta stig. Þvílík innkoma.
Mynd: EPA
Osimhen var meðal markaskorara.
Osimhen var meðal markaskorara.
Mynd: Getty Images
Galatasaray 3 - 3 Dynamo Kiev
1-0 Davinson Sanchez ('6 )
2-0 Abdulkerim Bardakci ('21 )
2-1 Vladyslav Vanat ('45 )
3-1 Victor Osimhen ('53 , víti)
3-2 Andriy Yarmolenko ('68 )
3-3 Andriy Yarmolenko ('81 )

Það var fjör í eina Evrópudeildarleik dagsins þar sem Galatasaray gerði 3-3 jafntefli gegn botnliði Dynamo Kiev.

Í upphafi seinni hálfleiks, þegar staðan var 2-1, urðu heldur betur sviptingar þegar Kristo Tohver dómari leiksins gaf Baris Yilmaz leikmanni Galatasaray hans annað gula spjald og þar með rautt fyrir að slá knöttinn í vítateig andstæðingana.

En eftir að hafa farið í VAR skjáinn tók hann hinsvegar spjaldið til baka og dæmdi að Oleksandr Tymchyk hefði brotið á Yilmaz á undan. Skjótt skipast veður í lofti og Galatasaray fékk vítaspyrnu í stað þess að missa mann af velli. Victor Osimhen skoraði af vítapunktinum og staðan orðin 3-1.

En þá tók reynsluboltinn Andriy Yarmolenko til sinna ráða. Hann hafði komið inn af bekknum, skoraði tvívegis og tryggði Kænugarðsmönnum þeirra fyrsta stig í deildinni.

3-3 enduðu leikar og Galatasaray er í fimmta sæti en það breytist á fimmtudaginn þegar fjöldi leikja í keppninni fer fram. Dynamo Kiev er enn á botninum.
Athugasemdir
banner
banner
banner