Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   fös 21. febrúar 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Christensen spilar á morgun - Náði í grímu til Ítalíu
Andreas Christensen, varnarmaður Chelsea, er klár í slaginn fyrir mikilvægan leik gegn Tottenham á morgun.

Christensen nefbrotnaði í 2-0 tapinu gegn Manchester United á mánduag eftir að hafa Anthony Martial gaf honum óviljandi olnbogaskot.

The Athletic greinir frá því að Christensen hafi farið til Milanó á Ítalíu í vikunni til að hitta sérfræðing.

Sérfræðingurinn bjó til grímu sem Christensen mun spila með í næstu leikjum.

Christensen æfði með grímuna í gær og verður klár í slaginn á morgun.
Athugasemdir
banner