Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 21. febrúar 2024 22:14
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Liverpool gegn Luton: Lúxus-frammistaða Mac Allister
Alexis Mac Allister var besti maður Liverpool að mati Echo
Alexis Mac Allister var besti maður Liverpool að mati Echo
Mynd: EPA
Argentínski miðjumaðurinn Alexis Mac Allister var besti maður vallarins í 4-1 endurkomusigri Liverpool á Luton á Anfield í kvöld.

Liverpool var marki undir í hálfleik en snéri því við í síðari hálfleiknum með fjórum mörkum.

Mac Allister, sem gerði frábæra hluti á miðsvæðinu, lagði upp tvö mörk fyrir heimamenn og það mikilvægustu mörkin í leiknum.

Hann lagði upp jöfnunarmarkið eftir hornspyrnu og síðan annað markið með laglegri sendingu á hausinn á Cody Gakpo sem skoraði.

Liverpool Echo gefur Mac Allister 9 í einkunn fyrir frammistöðuna en þeir Wataru Endo og Virgil van Dijk koma næstir á eftir honum með 8.

Einkunnir Liverpool: Kelleher (6), Bradley (7), Quansah (7), Van Dijk (8), Gomez (7), Endo (8), Mac Allister (9), Gravenberch (7), Elliott (7), Díaz (7), Gakpo (7).
Varamenn: Robertson (7), Clark (7).
Athugasemdir
banner
banner
banner