Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mið 21. febrúar 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Meistaradeildin í dag - Arsenal í Portúgal
Tveir leikir fara fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Porto tekur á móti Arsenal á Estadio Do Dragao-leikvanginum í Porto.

Arsenal hefur verið á miklu skrið á þessu ári á meðan Porto hefur aðeins tapað einum af átta leikjum sínum árið 2024.

Þetta er fyrri leikurinn í viðureigninni en síðari leikurinn fer fram á Emirates-leikvanginum í Lundúnum þann 12. mars.

Napoli mætir þá Barcelona á Diego Armando Maradona-leikvanginum í Napolí. Það hafa verið vandræði hjá báðum liðum á tímabilinu. Napoli var að skipta um þjálfara en Francesco Calzona tók við af Walter Mazzarri á meðan Xavi tilkynnti á dögunum að þetta væri hans síðasta tímabil með Barcelona.

Leikir dagsins:
20:00 Porto - Arsenal
20:00 Napoli - Barcelona
Athugasemdir
banner