Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 21. febrúar 2024 13:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neville hjálpar Man Utd við endurnýjun Old Trafford
Mynd: Getty Images

Gary Neville hefur fengið boð frá Manchester United að vera í nefnd sem hefur yfirumsjón yfir endurnýjun Old Trafford og nágrennis. The Times greinir frá þessu.


Neviller einn af eigendum Hotel Football and University Academy 92 sem er í nárgreni við Old Trafford en hann hefur fundað stíft með Collette Roche rekstrarstjóra Manchester United um hlutverk sitt.

Þetta kemur upp innan við sólarhring eftir að staðfest var að Sir Jim Ratcliffe hafi keypt 28% hlut í félaginu. Aðkoma Neville gefur til kynna að Ratcliffe sé strax farinn að hafa áhrif á félagið.

Neville er fyrrum fyrirliði Man Utd en hann hefur gagnrýnt Glazer fjöldskylduna harkalega fyrir að mistakast að halda Old Trafford við sem var áður talinn einn glæsilegasti leikvangur heims.

The Times greinir frá því að nýja hlutverkið hans hjá Man Utd muni ekki hafa áhrif á starf hans hjá Sky Sports en hann mun glaður gefa tímann sinn fyrir verkefni sem mun gagnast svæðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner