Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 21. febrúar 2024 16:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ratcliffe: Man Utd er stærsta og besta félag í heimi
Mynd: Getty Images

Sir Jim Ratcliffe gekk formlega frá kaupum á 27,7 prósent hlut í Manchester United í gærkvöldi.


Ratcliffe var til viðtals á heimasíðu Man Utd í dag þar sem hann var spurður út í markmiðin hans fyrir liðið.

„Það er mjög einfalt hvað markmiðið er inn á vellinum. Eina sem við viljum er að vinna leiki og vera samkeppnishæfir í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni," sagði Ratcliffe.

„Það er það sem Man Utd snýst um, kannski er ég smá hlutdrægur en þetta er stærsta, besta og þekktasta félag í heimi. Það ætti því alltaf að keppa um deildartitla og Meistaradeildartitla."


Athugasemdir
banner
banner