29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 21. febrúar 2025 21:11
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Kvenaboltinn Icelandair
Glódís eftir leik í Sviss í kvöld.
Glódís eftir leik í Sviss í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, segist vera ósátt við að hafa tekið aðeins eitt stig úr viðureigninni gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Sviss 0 -  0 Ísland

Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg góð færi í leiknum og var leikurinn fremur lokaður framan af.

Markalaust jafntefli var niðurstaðan, úrslit sem Glódís og stöllur hennar í landsliðinu eru ekki sáttar við.

„Það er frekar nákvæmt myndi ég segja. Maður er með svekkelsis tilfinningu eftir leik. Mér finnst við vera betra lið eftir leik en fannst við ekki ná að sýna það nógu mikið í dag.“

„Partar voru fínir og erum að skapa okkur ágætis færi en þær á móti að skapa ekkert ótrúlega mikið. Mér fannst við geta stjórnað leiknum betur en við gerum og fannst við leyfa þeim að spila á sínum styrkleikum og taka okkar í burtu,“
sagði Glódís við Fótbolta.net.

Mikill svekkelsissvipur var á landsliðskonunum eftir leik og játaði Glódís það.

„Ekki spurning og við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig og klárlega getum við lært eitthvað af þessum leik og við munum nýta það. Við ætluðum að koma hingað að ná í þrjú stig og vissum að við værum með liðið til að gera það þannig auðvitað erum við svekktar að fara bara með eitt stig en samt sem áður fannst mér við verjast vel í dag. Þær voru ekki að skapa sér mikið nema þegar við erum að gleyma okkur í einhverjum mómentum og það er það sem við megum ekki. Frakkar munu refsa fyrir það og þurfum við því að kippa því í lag fyrir þriðjudaginn.“

„Við komumst í mörg hálffæri en ég veit ekki. Ég er svo léleg að muna svona beint eftir leik en mér líður eins og við höfum ekki verið að vaða í færum og þetta er kannski leikur það sem við hefðum þurft að ná fleiri mönnum upp á síðasta þriðjung til að skapa okkur stærri færi þannig þetta væri dauðafæri.“


Næsti leikur er gegn Frökkum, sem er ein besta þjóð heims, og verður það allt annar leikur að sögn Glódísar.

„Það verður klárlega en það verður öðruvísi þar sem Frakkar eru aðeins meira 'direct' og munu spila hraðari leik en þessi leikur var í dag. Við þurfum að vera klárar í það,“ sagði Glódís í lokin.
Athugasemdir
banner