Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 21. febrúar 2025 21:11
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Kvenaboltinn Icelandair
Glódís eftir leik í Sviss í kvöld.
Glódís eftir leik í Sviss í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, segist vera ósátt við að hafa tekið aðeins eitt stig úr viðureigninni gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Sviss 0 -  0 Ísland

Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg góð færi í leiknum og var leikurinn fremur lokaður framan af.

Markalaust jafntefli var niðurstaðan, úrslit sem Glódís og stöllur hennar í landsliðinu eru ekki sáttar við.

„Það er frekar nákvæmt myndi ég segja. Maður er með svekkelsis tilfinningu eftir leik. Mér finnst við vera betra lið eftir leik en fannst við ekki ná að sýna það nógu mikið í dag.“

„Partar voru fínir og erum að skapa okkur ágætis færi en þær á móti að skapa ekkert ótrúlega mikið. Mér fannst við geta stjórnað leiknum betur en við gerum og fannst við leyfa þeim að spila á sínum styrkleikum og taka okkar í burtu,“
sagði Glódís við Fótbolta.net.

Mikill svekkelsissvipur var á landsliðskonunum eftir leik og játaði Glódís það.

„Ekki spurning og við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig og klárlega getum við lært eitthvað af þessum leik og við munum nýta það. Við ætluðum að koma hingað að ná í þrjú stig og vissum að við værum með liðið til að gera það þannig auðvitað erum við svekktar að fara bara með eitt stig en samt sem áður fannst mér við verjast vel í dag. Þær voru ekki að skapa sér mikið nema þegar við erum að gleyma okkur í einhverjum mómentum og það er það sem við megum ekki. Frakkar munu refsa fyrir það og þurfum við því að kippa því í lag fyrir þriðjudaginn.“

„Við komumst í mörg hálffæri en ég veit ekki. Ég er svo léleg að muna svona beint eftir leik en mér líður eins og við höfum ekki verið að vaða í færum og þetta er kannski leikur það sem við hefðum þurft að ná fleiri mönnum upp á síðasta þriðjung til að skapa okkur stærri færi þannig þetta væri dauðafæri.“


Næsti leikur er gegn Frökkum, sem er ein besta þjóð heims, og verður það allt annar leikur að sögn Glódísar.

„Það verður klárlega en það verður öðruvísi þar sem Frakkar eru aðeins meira 'direct' og munu spila hraðari leik en þessi leikur var í dag. Við þurfum að vera klárar í það,“ sagði Glódís í lokin.
Athugasemdir
banner
banner