Man Utd og Liverpool vilja Cherki - Arsenal skoðar Coman - Tottenham og Man Utd vilja markvörð Frankfurt - Chelsea reyndi við Van Dijk - Garnacho...
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
Ian Jeffs: Meira svekktur með frammistöðuna en úrslitin
Viktor Jóns: Ég elskaði að spila með Hinriki
Bjarni Jó: Bara eitt Hafnarfjarðarlið eftir
Vildi koma aftur í KA: Félag á uppleið og gaman að vera hluti af því
Marcel Römer: Þarf ekki að hafa áhyggjur af mér, ég er með þetta allt í höfðinu
Eru eins og fjölskylda í Ólafsvík - „Elska þetta land"
Gylfi: Þeir áttu þetta bara skilið
Brynjar Árna: Erfitt en gaman að máta sig við þá
Oliver Heiðars: Sætt að kasta þeim út og hefna mín aðeins
Magnús Már: Gaman að sjá hann leggja upp á yngri bróður sinn
Elmar Cogic: Sagði við hann fyrir leik að hann myndi skora
   fös 21. febrúar 2025 21:11
Hafliði Breiðfjörð
Zurich, Sviss.
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Icelandair
Glódís eftir leik í Sviss í kvöld.
Glódís eftir leik í Sviss í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, segist vera ósátt við að hafa tekið aðeins eitt stig úr viðureigninni gegn Sviss í Þjóðadeildinni í kvöld.

Lestu um leikinn: Sviss 0 -  0 Ísland

Íslenska liðið skapaði sér ekki mörg góð færi í leiknum og var leikurinn fremur lokaður framan af.

Markalaust jafntefli var niðurstaðan, úrslit sem Glódís og stöllur hennar í landsliðinu eru ekki sáttar við.

„Það er frekar nákvæmt myndi ég segja. Maður er með svekkelsis tilfinningu eftir leik. Mér finnst við vera betra lið eftir leik en fannst við ekki ná að sýna það nógu mikið í dag.“

„Partar voru fínir og erum að skapa okkur ágætis færi en þær á móti að skapa ekkert ótrúlega mikið. Mér fannst við geta stjórnað leiknum betur en við gerum og fannst við leyfa þeim að spila á sínum styrkleikum og taka okkar í burtu,“
sagði Glódís við Fótbolta.net.

Mikill svekkelsissvipur var á landsliðskonunum eftir leik og játaði Glódís það.

„Ekki spurning og við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig og klárlega getum við lært eitthvað af þessum leik og við munum nýta það. Við ætluðum að koma hingað að ná í þrjú stig og vissum að við værum með liðið til að gera það þannig auðvitað erum við svekktar að fara bara með eitt stig en samt sem áður fannst mér við verjast vel í dag. Þær voru ekki að skapa sér mikið nema þegar við erum að gleyma okkur í einhverjum mómentum og það er það sem við megum ekki. Frakkar munu refsa fyrir það og þurfum við því að kippa því í lag fyrir þriðjudaginn.“

„Við komumst í mörg hálffæri en ég veit ekki. Ég er svo léleg að muna svona beint eftir leik en mér líður eins og við höfum ekki verið að vaða í færum og þetta er kannski leikur það sem við hefðum þurft að ná fleiri mönnum upp á síðasta þriðjung til að skapa okkur stærri færi þannig þetta væri dauðafæri.“


Næsti leikur er gegn Frökkum, sem er ein besta þjóð heims, og verður það allt annar leikur að sögn Glódísar.

„Það verður klárlega en það verður öðruvísi þar sem Frakkar eru aðeins meira 'direct' og munu spila hraðari leik en þessi leikur var í dag. Við þurfum að vera klárar í það,“ sagði Glódís í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner