Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. mars 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ætlar sér að spila á HM 38 ára gamall
Tim Ream í leik gegn Arsenal
Tim Ream í leik gegn Arsenal
Mynd: EPA
Það kom mörgum á óvart þegar Tim Ream varnarmaður Fulham var valinn í bandaríska landsliðið fyrir HM í Katar en hann lék alla leiki liðsins á mótinu og þótti standa sig gríðarlega vel.

Hann hafði ekki verið valinn í hópinn síðan í september árið 2021 en hann hefur staðið sig vel í vörn Fulham í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð og var valinn í landsliðið fyrir komandi verkefni.

Þessi 35 ára gamli miðvörður lýsti því hvernig var að spila á sínu fyrsta stórmóti.

„Þegar þjálfarinn hringdi og sagðist vilja fá mig inn hikaði ég því ég hafði ekki verið hluti af hópnum lengi. Þegar ég hafði náð utan um þetta og að ég hafi alltaf viljað spila á HM frá því ég var krakki var þetta alveg magnað," sagði Ream.

„Það er geggjað að upplifa HM 35 ára gamall. Því krakkarnir mínir gátu komið og horft á leikina. Að geta það og að þau skilji þetta er einstakt."

Hann er staðráðinn í því að fara á HM 2026 sem fer m.a. fram í Bandaríkjunum.

„Þegar þú ert yngri hugsaru: 'Ég hef tækifæri á öðru móti, eftir fjögur ár verður annað og ég næ því.' Skyndilega ertu á lokametrunum og veist ekki hvort það sé annað tækifæri. Ég er stoltur að hafa fengið tækifæri og ég er hungraður í að ná öðru," sagði Ream.

„Fólk mun segja 'Þú ert 35 ára' og já, það  er ég en ég held að ef þú setur þér markmið nærðu í gegn. Það gefur mér meiri kraft og hungur að ná því og spila á öðru stórmóti."


Athugasemdir
banner
banner
banner