Benjamin Stokke, sem lék með Breiðabliki á síðasta tímabili, er búinn að semja við uppeldisfélagið sitt: Eik Tönsberg í Noregi. Hann yfirgaf félagið árið 2011 en er nú mættur aftur.
Stokke er 34 ára norskur framherji sem kom í Breiðablik frá Kristiansund fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið markakóngur norsku B-deildarinnar 2023.
Stokke er 34 ára norskur framherji sem kom í Breiðablik frá Kristiansund fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið markakóngur norsku B-deildarinnar 2023.
Hann skoraði fjögur mörk og lagði upp tvö í 23 leikjum í Bestu deildinni á síðasta tímabili. Þegar leið á var hann algjör varamaður fyrir Ísak Snæ Þorvaldsson sem lék frábærlega sem fremsti maður.
Breiðablik varð Íslandsmesitari á síðasta tímabili og hefur fengið inn danska framherjann Tobias Thomsen fyrir komandi átök.
Komnir
Tobias Thomsen frá Portúgal
Óli Valur Ómarsson frá Sirius (var á láni hjá Stjörnunni)
Anton Logi Lúðvíksson frá Haugesund
Valgeir Valgeirsson frá Örebro
Ágúst Orri Þorsteinsson frá Genoa
Dagur Örn Fjeldsted frá HK (var á láni)
Ásgeir Helgi Orrason frá Keflavík (var á láni)
Farnir
Ísak Snær Þorvaldsson til Rosenborg (var á láni)
Damir Muminovic til Asíu
Patrik Johannesen til KÍ/Klaksvík
Alexander Helgi Sigurðarson í KR
Oliver Sigurjónsson í Aftureldingu
Benjamin Stokke til Noregs
Arnór Sveinn Aðalsteinsson hættur og tekinn við sem aðstoðarþjálfari
Athugasemdir