Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. apríl 2021 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
KA-velli
Aron Birkir á hækjum - Brynjar Ingi meiddur af velli
Brynjar Ingi
Brynjar Ingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Birkir
Aron Birkir
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Auðunn Ingi Valtýsson varði mark Þórs gegn KA í úrslitaleik Kjarnafæðismótsins í kvöld og stóð sig með prýði. Auðunn varði markið í fjarveru Arons Birkis Stefánssonar en Aron var á hækjum og útlitið ekki gott upp á framhaldið. Meira um það síðar.

Leikar enduðu með 1-1 jafntefli en KA vann eftir vítaspyrnukeppni. Markalaust var í leikhléi en Þórsarar komust yfir snemma seinni hálfleiks en KA svaraði strax í næstu sókn.

Snemma í fyrri hálfleik þurfti Brynjar Ingi Bjarnason að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Inn í hans stað kom Haukur Heiðar Hauksson. Meiðsli Brynjars eru ekki talin alvarleg.

Fyrsti leikur KA er gegn HK í Pepsi Max-deildinni um þarnæstu helgi. Rúmar tvær vikur eru í fyrsta deildarleik Þórsara en þeir mæta Gróttu í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.

Elfar Árni Aðalsteinsson og Þorri Mar Þórisson voru ekki í leikmannahópi KA í kvöld og Dusan Brkovic lék ekki með liðinu. Hjá Þór voru þeir Sigurður Marinó Kristjánsson og Elmar Þór Jónsson í liðsstjórn en þeir voru ekki klárir í slaginn í kvöld.

Smelltu hér til að sjá leikskýrslu leiksins.


Auðunn Ingi í leiknum í dag

Athugasemdir
banner
banner
banner